Börnin að borðinu

Margmiðlun og hugarflug

Börnin að borðinu er verkefni á sviði barnamenningarhönnunar og þjónustuhönnunar tengt borgarskipulagi.

Það er engin ein rétt leið til að búa sér til skjól og híbýli.
Fuglar gera hreiður fyrir ungana sína og mynda saman byggðir utan í klettum og uppi í trjám. Skjaldbökur og sniglar geta dregið sig inn í skel og ferðast um með húsin sín á bakinu. Mannfólk byggir sér hús og húsin þeirra mynda húasaþyrpingar með götum og torgum til að tengja á milli.

En hver ákveður hvernig húsin líta út og hvernig þeim er raðað? Hver ákveður hvort göturnar séu beinar eins og reglustikur eða hlykkist um eins og slöngur? Eru göturnar skipulagðar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur eða fyrir bíla? Hvernig eru svæðin kringum húsin og leynist eitthvað skemmtilegt á götuhornum? Hvar og hvernig eru leiksvæðin?

Sögulega séð hafa allar borgir verið hannaðar af fullorðnum karlmönnum. Börn eru um 27% af íbúum jarðar - um þriðjungur mannkyns. Þau hafa hvorki kosningarétt né bílpróf. Þeirra eina markmið er að leika sér og þar með læra á umheiminn. Farartækin þeirra eru fætur, reiðhjól og almenningssamgöngur. Börn upplifa heiminn á gönguhraða, skoða gróður og dýr, velta fyrir sér formum, litum og áferðum. Þau kunna sannarlega að meta nærumhverfið, oftast mun betur en fullorðnir. Þess vegna ættu fullorðnir að sjá börn sem leiðarljós – þau vita hvað er í raun mikilvægt fyrir umhverfi okkar. En hvernig býður maður börnum að borðinu?

Reykjanesbær og Kadeco ákváðu að stíga þetta skref; að bjóða börnum í Háaleitisskóla að gerast virkir þátttakendur í þróun nærumhverfis síns á Ásbrú. Hönnuðir ÞYKJÓ voru ráðnir inn til að byggja brú milli barna og borgarskipuleggenda með röð af kynningum og skapandi smiðjum tengt nýju rammaskipulagi og deiliskipulagi fyrir hverfið. Verkefnið hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2024 í flokknum Verk ársins.

Hönnunarverðlaunin

Börnin að borðinu hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2024 í flokknum Verk ársins. Í rökstuðning dómnefndar segir meðal annars:

„Ímyndunarafli og sköpunarkrafti barna og ungmenna eru fá takmörk sett — ef þau fá á annað borð tækifæri til þess að sleppa þessum kröftum lausum (...) Hönnunarteyminu Þykjó tekst með frábærri nálgun sinni að fanga hugmyndir og smíða úr þeim tillögur að lausnum geta orðið að veruleika. Verkefnið krefst hvort tveggja hugrekkis og trausts“.

Hönnunarverðlaunin

Börnin að borðinu hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2024 í flokknum Verk ársins. Í rökstuðning dómnefndar segir meðal annars:

„Ímyndunarafli og sköpunarkrafti barna og ungmenna eru fá takmörk sett — ef þau fá á annað borð tækifæri til þess að sleppa þessum kröftum lausum (...) Hönnunarteyminu Þykjó tekst með frábærri nálgun sinni að fanga hugmyndir og smíða úr þeim tillögur að lausnum geta orðið að veruleika. Verkefnið krefst hvort tveggja hugrekkis og trausts“.

Markmiðið

Markmið hönnunarteymis ÞYKJÓ var tvíþætt. Annars vegar að miðla nýju rammaskipulagi Ásbrúar til barna í Háaleitisskóla og hins vegar leiða hugmyndavinnu með þeim. Við hugmyndavinnuna var áhersla lögð á leiksvæði, græna geira og útisvæði.

Hugmyndaflugið náði yfir tvo daga og alla 400 nemendur skólans. ÞYKJÓ hefur mikla reynslu af því að leiða skapandi smiðjur sem gera börnum kleift að tjá sig með fjölbreyttum hætti - með tilliti til ólíkra styrkleika hvers og eins.

Með þessu er börnunum sýnt að þau geta haft áhrif, að á þau sé hlustað og þannig lagður grunnur að þátttöku þeirra í lýðræðislegum verkefnum í framtíðinni.

Eftir vinnustofurnar og eftirvinnslu unnu ÞYKJÓ skýrslu sem nú er notuð til hliðsjónar við gerð deiliskipulags hverfisins.

Markmiðið

Markmið hönnunarteymis ÞYKJÓ var tvíþætt. Annars vegar að miðla nýju rammaskipulagi Ásbrúar til barna í Háaleitisskóla og hins vegar leiða hugmyndavinnu með þeim. Við hugmyndavinnuna var áhersla lögð á leiksvæði, græna geira og útisvæði.

Hugmyndaflugið náði yfir tvo daga og alla 400 nemendur skólans. ÞYKJÓ hefur mikla reynslu af því að leiða skapandi smiðjur sem gera börnum kleift að tjá sig með fjölbreyttum hætti - með tilliti til ólíkra styrkleika hvers og eins.

Með þessu er börnunum sýnt að þau geta haft áhrif, að á þau sé hlustað og þannig lagður grunnur að þátttöku þeirra í lýðræðislegum verkefnum í framtíðinni.

Eftir vinnustofurnar og eftirvinnslu unnu ÞYKJÓ skýrslu sem nú er notuð til hliðsjónar við gerð deiliskipulags hverfisins.

Módel

Módelsmiðjur gáfu nemendum tækifæri til að að útfæra hugmyndir með litlu líkani. Með módelunum gátum við greint nokkur gegnumgangandi þemu. Börnin vildu sjá meiri náttúru og fegurð; litadýrð, gróður og útilistaverk. Mörg hver voru í praktískum hugleiðingum; vilja fá fleiri ruslatunnur, bekki, yfirbyggð og upphituð strætóskýli, fleiri ljósastaura og göngustíga fjarri bílaumferð. Nánast öll börnin völdu að hafa sveigðar götur og stíga og flest módelin innihéldu gróður.

Módel

Módelsmiðjur gáfu nemendum tækifæri til að að útfæra hugmyndir með litlu líkani. Með módelunum gátum við greint nokkur gegnumgangandi þemu. Börnin vildu sjá meiri náttúru og fegurð; litadýrð, gróður og útilistaverk. Mörg hver voru í praktískum hugleiðingum; vilja fá fleiri ruslatunnur, bekki, yfirbyggð og upphituð strætóskýli, fleiri ljósastaura og göngustíga fjarri bílaumferð. Nánast öll börnin völdu að hafa sveigðar götur og stíga og flest módelin innihéldu gróður.

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð þessa samstarfsverkefnis var sýning á hugmyndavinnu nemenda á Barnamenningarhátíðinni Baun í Reykjanesbæ í maí 2024.

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð þessa samstarfsverkefnis var sýning á hugmyndavinnu nemenda á Barnamenningarhátíðinni Baun í Reykjanesbæ í maí 2024.

Börnin að borðinu

Margmiðlun og hugarflug

Börnin að borðinu er verkefni á sviði barnamenningarhönnunar og þjónustuhönnunar tengt borgarskipulagi.

Það er engin ein rétt leið til að búa sér til skjól og híbýli.
Fuglar gera hreiður fyrir ungana sína og mynda saman byggðir utan í klettum og uppi í trjám. Skjaldbökur og sniglar geta dregið sig inn í skel og ferðast um með húsin sín á bakinu. Mannfólk byggir sér hús og húsin þeirra mynda húasaþyrpingar með götum og torgum til að tengja á milli.

En hver ákveður hvernig húsin líta út og hvernig þeim er raðað? Hver ákveður hvort göturnar séu beinar eins og reglustikur eða hlykkist um eins og slöngur? Eru göturnar skipulagðar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur eða fyrir bíla? Hvernig eru svæðin kringum húsin og leynist eitthvað skemmtilegt á götuhornum? Hvar og hvernig eru leiksvæðin?

Sögulega séð hafa allar borgir verið hannaðar af fullorðnum karlmönnum. Börn eru um 27% af íbúum jarðar - um þriðjungur mannkyns. Þau hafa hvorki kosningarétt né bílpróf. Þeirra eina markmið er að leika sér og þar með læra á umheiminn. Farartækin þeirra eru fætur, reiðhjól og almenningssamgöngur. Börn upplifa heiminn á gönguhraða, skoða gróður og dýr, velta fyrir sér formum, litum og áferðum. Þau kunna sannarlega að meta nærumhverfið, oftast mun betur en fullorðnir. Þess vegna ættu fullorðnir að sjá börn sem leiðarljós – þau vita hvað er í raun mikilvægt fyrir umhverfi okkar. En hvernig býður maður börnum að borðinu?

Reykjanesbær og Kadeco ákváðu að stíga þetta skref; að bjóða börnum í Háaleitisskóla að gerast virkir þátttakendur í þróun nærumhverfis síns á Ásbrú. Hönnuðir ÞYKJÓ voru ráðnir inn til að byggja brú milli barna og borgarskipuleggenda með röð af kynningum og skapandi smiðjum tengt nýju rammaskipulagi og deiliskipulagi fyrir hverfið. Verkefnið hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2024 í flokknum Verk ársins.

Hönnunarverðlaunin

Börnin að borðinu hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2024 í flokknum Verk ársins. Í rökstuðning dómnefndar segir meðal annars:

„Ímyndunarafli og sköpunarkrafti barna og ungmenna eru fá takmörk sett — ef þau fá á annað borð tækifæri til þess að sleppa þessum kröftum lausum (...) Hönnunarteyminu Þykjó tekst með frábærri nálgun sinni að fanga hugmyndir og smíða úr þeim tillögur að lausnum geta orðið að veruleika. Verkefnið krefst hvort tveggja hugrekkis og trausts“.

Hönnunarverðlaunin

Börnin að borðinu hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2024 í flokknum Verk ársins. Í rökstuðning dómnefndar segir meðal annars:

„Ímyndunarafli og sköpunarkrafti barna og ungmenna eru fá takmörk sett — ef þau fá á annað borð tækifæri til þess að sleppa þessum kröftum lausum (...) Hönnunarteyminu Þykjó tekst með frábærri nálgun sinni að fanga hugmyndir og smíða úr þeim tillögur að lausnum geta orðið að veruleika. Verkefnið krefst hvort tveggja hugrekkis og trausts“.

Markmiðið

Markmið hönnunarteymis ÞYKJÓ var tvíþætt. Annars vegar að miðla nýju rammaskipulagi Ásbrúar til barna í Háaleitisskóla og hins vegar leiða hugmyndavinnu með þeim. Við hugmyndavinnuna var áhersla lögð á leiksvæði, græna geira og útisvæði.

Hugmyndaflugið náði yfir tvo daga og alla 400 nemendur skólans. ÞYKJÓ hefur mikla reynslu af því að leiða skapandi smiðjur sem gera börnum kleift að tjá sig með fjölbreyttum hætti - með tilliti til ólíkra styrkleika hvers og eins.

Með þessu er börnunum sýnt að þau geta haft áhrif, að á þau sé hlustað og þannig lagður grunnur að þátttöku þeirra í lýðræðislegum verkefnum í framtíðinni.

Eftir vinnustofurnar og eftirvinnslu unnu ÞYKJÓ skýrslu sem nú er notuð til hliðsjónar við gerð deiliskipulags hverfisins.

Markmiðið

Markmið hönnunarteymis ÞYKJÓ var tvíþætt. Annars vegar að miðla nýju rammaskipulagi Ásbrúar til barna í Háaleitisskóla og hins vegar leiða hugmyndavinnu með þeim. Við hugmyndavinnuna var áhersla lögð á leiksvæði, græna geira og útisvæði.

Hugmyndaflugið náði yfir tvo daga og alla 400 nemendur skólans. ÞYKJÓ hefur mikla reynslu af því að leiða skapandi smiðjur sem gera börnum kleift að tjá sig með fjölbreyttum hætti - með tilliti til ólíkra styrkleika hvers og eins.

Með þessu er börnunum sýnt að þau geta haft áhrif, að á þau sé hlustað og þannig lagður grunnur að þátttöku þeirra í lýðræðislegum verkefnum í framtíðinni.

Eftir vinnustofurnar og eftirvinnslu unnu ÞYKJÓ skýrslu sem nú er notuð til hliðsjónar við gerð deiliskipulags hverfisins.

Módel

Módelsmiðjur gáfu nemendum tækifæri til að að útfæra hugmyndir með litlu líkani. Með módelunum gátum við greint nokkur gegnumgangandi þemu. Börnin vildu sjá meiri náttúru og fegurð; litadýrð, gróður og útilistaverk. Mörg hver voru í praktískum hugleiðingum; vilja fá fleiri ruslatunnur, bekki, yfirbyggð og upphituð strætóskýli, fleiri ljósastaura og göngustíga fjarri bílaumferð. Nánast öll börnin völdu að hafa sveigðar götur og stíga og flest módelin innihéldu gróður.

Módel

Módelsmiðjur gáfu nemendum tækifæri til að að útfæra hugmyndir með litlu líkani. Með módelunum gátum við greint nokkur gegnumgangandi þemu. Börnin vildu sjá meiri náttúru og fegurð; litadýrð, gróður og útilistaverk. Mörg hver voru í praktískum hugleiðingum; vilja fá fleiri ruslatunnur, bekki, yfirbyggð og upphituð strætóskýli, fleiri ljósastaura og göngustíga fjarri bílaumferð. Nánast öll börnin völdu að hafa sveigðar götur og stíga og flest módelin innihéldu gróður.

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð þessa samstarfsverkefnis var sýning á hugmyndavinnu nemenda á Barnamenningarhátíðinni Baun í Reykjanesbæ í maí 2024.

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð þessa samstarfsverkefnis var sýning á hugmyndavinnu nemenda á Barnamenningarhátíðinni Baun í Reykjanesbæ í maí 2024.