Skuggaleikhús

Skuggaleikhússmiðja

Getur skuggi verið litríkur? Hvernig er hægt að láta skugga stækka og minnka?

Á skuggaleikhússmiðju ÞYKJÓ könnum við töfrandi heim ljóss og skugga með heillandi aðferðum brúðuleikhúss. Þátttakendur skapa sína eigin skuggabrúðu og sjá hana svo lifna við í ferðaleikhúsi ÞYKJÓ þar sem kennir ýmissa grasa. Allir fara heim með sína skuggabrúðu og öðlast grunnfærni til að halda leiknum áfram þegar heim er komið.

Þessi smiðja hentar sérstaklega vel þegar húmar að, til að fjalla um töfrana sem við getum fundið í skammdeginu. Hún hefur verið sniðin að mismunandi þemum á borð við hafið og sjávardýr, hrekkjavöku og draugasögur, arkitektúr og borgarlandslag.

Skuggaleikhús

Skuggaleikhússmiðja

Getur skuggi verið litríkur? Hvernig er hægt að láta skugga stækka og minnka?

Á skuggaleikhússmiðju ÞYKJÓ könnum við töfrandi heim ljóss og skugga með heillandi aðferðum brúðuleikhúss. Þátttakendur skapa sína eigin skuggabrúðu og sjá hana svo lifna við í ferðaleikhúsi ÞYKJÓ þar sem kennir ýmissa grasa. Allir fara heim með sína skuggabrúðu og öðlast grunnfærni til að halda leiknum áfram þegar heim er komið.

Þessi smiðja hentar sérstaklega vel þegar húmar að, til að fjalla um töfrana sem við getum fundið í skammdeginu. Hún hefur verið sniðin að mismunandi þemum á borð við hafið og sjávardýr, hrekkjavöku og draugasögur, arkitektúr og borgarlandslag.