Órói

Óróasmiðja

Er kanilstöng jafnþung og tvær tréperlur? En bómullardúskur?

Við óróagerð æfum við sjálfa jafnvægislistina og lærum hvernig ólíkir hlutir geta myndað eina samhangandi heild. Smiðjan skerpir skilningarvitin þar sem unnið er með ólíkar áferðir, ilmi og liti. Hvernig geta dúnmjúkir ullarhnoðrar, hrjúfir könglar, ilmandi stjörnuanaís og litríkar perlur dansað saman á grein?

Á aðventunni bjóðum við hátíðarútgáfu af þessari smiðju sem opnar skilningarvitin fyrir ilmi jólanna, fagurgulum mandarínum og rauðum silkiborðum. Smiðjan getur einnig hentað vel utandyra fyrir hátíðir og stóra viðburði.

Órói

Óróasmiðja

Er kanilstöng jafnþung og tvær tréperlur? En bómullardúskur?

Við óróagerð æfum við sjálfa jafnvægislistina og lærum hvernig ólíkir hlutir geta myndað eina samhangandi heild. Smiðjan skerpir skilningarvitin þar sem unnið er með ólíkar áferðir, ilmi og liti. Hvernig geta dúnmjúkir ullarhnoðrar, hrjúfir könglar, ilmandi stjörnuanaís og litríkar perlur dansað saman á grein?

Á aðventunni bjóðum við hátíðarútgáfu af þessari smiðju sem opnar skilningarvitin fyrir ilmi jólanna, fagurgulum mandarínum og rauðum silkiborðum. Smiðjan getur einnig hentað vel utandyra fyrir hátíðir og stóra viðburði.